SIGGI HLÖ

Er ’68 módel og hefur verið plötusnúður frá því að hann var 12 ára gamall í Seljahverfinu. Á að baki langan feril í útvarpi og sjónvarpi og hefur gríðarlega reynslu sem plötusnúður á skemmtistöðum. Er í dag með vinsælasta útvarpsþátt landsins á Bylgjunni, Veistu hver ég var? á laugardögum frá kl. 16.00 – 18.30.

Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

BRYNJAR MÁR

Brynjar Már hefur verið plötusnúður síðan um aldarmótin og hefur sennilega tekist á við flestar aðstæður og tilefni. Ef þig vantar plötusnúð fyrir ball eða uppákomu, hvort sem er fyrir næturklúbb, árshátíð, reunion, brúðkaup, skólaball, grímuball eða aðrar uppákomur, þá ertu í góðum höndum.

Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

BRAGI GUÐMUNDS

Bragi Guðmunds er einn reyndasti plötusnúður landsins og hefur einstakt lag á að finna akkúrat réttu tónlistarblönduna fyrir hvaða tilefni sem er. Brúðkaup eru í sérstöku uppáhaldi þar sem kúnstin er að spila tónlist sem höfðar til allra aldurshópa. Bragi hefur spilað á fjölda skemmtistaða í gegnum tíðina auk þess sem hann skemmtir reglulega á árshátíðum, starfsmannapartýum og við ýmis önnur tækifæri. Ef þú vilt að hópurinn syngi með þá er þetta plötusnúðurinn í partýið.

Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

RIKKI G

Rikki G hefur þeytt skífum síðan 2002 eða frá 17 ára aldri. Hann er einnig orðinn einn af allra skemmtilegustu veislustjórum landsins. Rikki er dagskrárstjóri FM957 og einnig daskrágerðarmaður á Stöð 2 Sport þar sem hann hefur vakið mikla athygli fyrir líflegar lýsingar.
Rikki getur ekki gert upp á milli að þeyta skífum eða veislustýra þar sem hann hefur gríðarlega gaman af báðum hlutum.

Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

ÁSGEIR PÁLL

Ásgeir Páll AKA Partýstjórinn hefur áratuga reynslu af skeifuþeytingum og veislustjórn þar sem reynsla hans af starfi við útvarp nýtur sín vel, bæði vegna yfirgripsmikillar þekkingar á tónlist sem og mikillar reynslu af því að koma fram. Ásgeir Páll spilar allar tegundir tónlistar þó hann sé sérhæfður á sviði 80s og 90s tónlistarinnar og heldur hann reglulega þemakvöld á mörgum betri klúbbum þar sem börn 80s & 90s kynslóðarinnar fjölmenna og upplifa nostalgíuna sem fylgir gjarnan Whitney Houston og Madonnu.

Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

HEIÐAR AUSTMANN

Heiðar Austmann hefur starfað sem plötusnúður um árabil eða frá árinu 1999 á sömuleiðis langan feril að baki í fjölmiðlum. Verkefnin hafa verið jafn misjöfn og þau eru mörg í gegnum tíðina. Heiðar hefur einstakt lag á að velja réttu tónlistina fyrir hvern hóp fyrir sig og er duglegur að “lesa gólfið”.
Skiptir ekki máli hvert verkefnið er, fagmennskan og áreiðanleikinn er alltaf í fyrirrúmi. Skilar sínu 100% og rúmlega það.

Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

DJ FOX

Foxinn er viskubrunnur í tónlist og þykir með skemmtilegri mönnum. Foxinn hefur áralanga reynslu af því að plötusnúðast, allt frá 80s tímabilinu til dagsins í dag. Foxinn hefur einnig góða reynslu af veislustjórn og uppákomum og var m.a. í sjónvarpsþáttunum „Veistu hver ég var?“ á Stöð 2. Foxinn er mikið bókaður í brúðkaup, árshátíðir, þorrablót, afmæli o.fl. og hefur t.d. verið Dj á jólahlaðborði Grand Hótels sl. 3 ár.

Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

André Ramiréz

André Ramiréz hefur starfað sem plötusnúður um árabil og verið á öllum helstu skemmtistöðum landsins. Hann getur tekið að sér skemmtanir af ýmsum toga og getur líka sérhæft sig í koktail skemmtunum og öðru slíku. Allt það besta í dag og aftur til ársins 1990 er hans sterkasta hlið.
 
Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

Kiddi Bigfoot

Kidda Bigfoot þar vart að kynna sem plötusnúð en hann hefur spilað nær sleitulaust frá 15 ára aldri og er líklega eini eftirlifandi plötusnúðurinn sem spilaði í Glæsibæ. Kiddi var skemmtanastjóri og plötusnúður á nær öllum vinsælustu skemmtustöðum landsins í yfir 25 ár, ásamt því að hafa spilað víða um heim.
 
Bókanir: party@party.is / s. 787-9050
 

DJ Maggi

DJ Maggi, eða Magnús Árni hefur starfað sem plötusnúður um árabil og verið á öllum helstu skemmtistöðum landsins. Hann getur tekið að sér skemmtanir af ýmsum toga og getur líka sérhæft sig í þema að hverju sinni. Hann hefur spilað á öllum helstu skemmtistöðum landsins síðustu ár og er sterkur í tónlist fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára.
 
Bókanir: party@party.is / s. 787-9050

Geir Flóvent 

Geir byrjaði minn feril sinn í Félagsheimilinu Festi í Grindavík veturinn ’85 og hefur spilað stanslust síðan. Hann hefut spilað á flestum skemmtistöðum borgarinnar síðan í byrjun árs 1989.  Broadway Álfabakka, Amma Lú Kringlunni, Hótel Ísland í Ármúla, Casablanca Skúlagötu, Píanóbarinn Hafnasstræti, Rex Austurstræti, Thorvaldsen Austirstræti, Kaffi Akureyri, Pósthúsbarinn Akureyri, Hressó Austurstræti og á Austur. Geir getur spilað allt frá Harmonikkutónlist yfir í rokk og popp, hip-hop , dans og house og auðvitað íslenska tónlist.

Bókanir: party@party.is / s. 787-9050